Á afmælishófi KA í KA-heimilinu var nú rétt í þessu verið að tilkynna að Davíð Búi Halldórsson blakmaður er íþróttamaður KA árið 2007. Annar í kjörinu varð handboltamaðurinn Andri Snær Stefánsson og þriðji júdómaðurinn Eyjólfur Guðjónsson. Davíð Búi er svo sannarlega vel að titlinum kominn en hann átti frábært ár árið 2007 og var meðal annars langstigahæsti maður Íslandsmótsins, valinn í lið mótsins og síðast en ekki síst valinn Blakmaður ársins á Íslandi árið 2007. Davíð Búi er fyrsti blakmaðurinn sem er valinn íþróttamaður KA í sögu félagsins.