Logi Már vill fara fyrir lista Samfylkingarinnar
Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, stefnir á að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir skóla-, félags- og umhverfismál efst á baugi hjá Samfylkingunni.
Ég tel mikilvægt að skapa grundvöll fyrir sjálfbæran rekstur aðalsjóðs. Það þarf að gera innviði bæjarins hagkvæmari og skilvirkari. Einnig verður að skoða þjónustuna með það fyrir augum að jafna aðstöðu bæjarbúa, segir Logi.