18. febrúar, 2008 - 11:27
Fréttir
Frystitogarinn Brimnes RE kom til hafnar á Akureyri í síðustu viku með fullfermi úr Barentshafi, rúmlega 600 tonn og var aflinn að langmestu leyti
þorskur. Aflaverðmætið er rúmar 130 milljónir króna. Að sögn Ágústar Torfa Haukssonar, framkvæmdastjóra Brims Akureyri, er
aflinn heilfrystur með haus um borð í Brimnesinu og svo þíddur upp til vinnslu hjá fyrirtækinu á Akureyri. Þetta er þriðja
veiðiferð togarans í Barentshafið frá því hann kom til landsins á síðasta ári.
"Það hefur gengið mjög vel hjá okkur að þíða upp aflann til vinnslu og það er í raun alveg stórkostlegt fyrir okkur að
fá þessa viðbót til vinnslu utan lögsögunnar á tímum aflasamdráttar," sagði Ágúst Torfi.