31. desember, 2007 - 17:52
Fréttir
Árlegri áramótabrennu og flugeldasýningu Akureyringa sem vera átti við Réttarhvamm í kvöld, gamlárskvöld, hefur verið
frestað um sólarhring vegna óhagstæðrar veðurspár. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 annað kvöld og flugeldasýningin hefst kl.
21.00. Þetta var ákveðið að fundi slökkviliðs, lögreglu og brennuhaldara nú rétt í þessu.