Braut gegn valdstjórninni

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir að hafa tvívegis á þessu ári brotið gegn valdstjórninni á þann hátt að hann ýmist réðst á eða hindraði lögreglumenn við störf þeirra. Í fyrra skiptið ýtti hann við lögreglumanni á Grenivík sem hugðist taka skráningarnúmer af bifhjóli hans. Þegar annar lögreglumaður kom félaga sínum til hjálpar tók maðurinn þann hálstaki og beit síðan í handlegg hans. - Hitt tilfellið var í Stykkishólmi en þar reif maðurinn í tækjabelti lögregluþjóns og hafði í frammi ógnandi framkomu. Gerði hann síðan tilraun til að sparka með hné í andlit annars lögreglumanns eftir að hafa verið færður inn í lögreglubíl. Maðurinn hlaut 6 mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára.

Nýjast