Börnin heimsækja fyrirtæki og syngja fyrir starfsfólk

Það lifnaði heldur betur yfir bæjarlífinu á Akureyri í morgun, öskudag. Yngstu bæjarbúarnir rifu sig á fætur fyrir allar aldir, klæddu sig í hina ýmsu búninga, máluðu sig í framan og héldu út í daginn í misjafnlega stórum hópum. Börnin hafa frá því snemma í morgun heimsótt fyrirtæki og stofnanir, sungið fyrir starfsfólk og viðskiptavini og fengið sælgæti í poka að launum. Líkt og venjulega verður svo kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi kl. 10.30.

Nýjast