29. mars, 2008 - 18:29
Fréttir
Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, fékk nú í vikunni afhenta nýja björgunarbifreið. Bíllinn er af gerðinni Ford F-350 Super Duty
árgerð 2008 með 6,5 lítra V8 Power Stroke dísel vél. Var bílnum breytt hjá fyrirtækinu Breyti ehf. í Reykjavík. Settir voru undir
bílinn 49" Super Swamper hjólbarðar og er hann á loftpúðafjöðrun að aftan en gormum að framan. Eftir er að setja á bílinn
pallhús, 6 tonna vökvaspil, ljós og fjarskiptabúnað og verður sú vinna framkvæmd á næstu vikum. Kemur þessi nýi bíll
í staðinn fyrir Toyota Land Cruiser 80 árgerð 1996 sem var seldur fyrr í vetur.