17. júlí, 2008 - 13:34
Fréttir
Bjarki Gíslason frjálsíþróttamaður úr UFA bætti sitt eigið Íslandsmet í stangarstökki þegar hann stökk 4, 68 m
á móti á Laugum um síðustu helgi. Þar með bætti Bjarki metið sitt í stönginni um fjóra sentímetra í flokki
drengja- unglinga- og ungkarla.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Bjarka sem heldur áfram að gera frábæra hluti í stangarstökkinu.