27. maí, 2008 - 15:36
Fréttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri og um 70-80 börn á leikskólanum Naustatjörn tóku í dag fyrstu
skóflustungurnar að fyrri áfanga Naustaskóla, grunnskóla Naustahverfis.
Jafnframt skrifaði bæjarstjóri undir verksamning við SS Byggi, sem átti lægsta tilboð í byggingu og fullnaðarfrágang lóðar og
húss. Fyrirtækið bauð 567,2 milljónir króna í verkið, eða rúm 104% af kostnaðaráætlun. Alls buðu sex fyrirtæki
í verkið og voru þau öll tilboðin yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á um 544,5 milljónir króna. Bygging fyrri
áfanga er um 2.300 fermetrar að stærð. Alls verður skólabyggingin 6.200 fermetrar, lóð um 21.000 fermetrar og íþróttasalur verður
33x18 metrar. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um tveir milljarðar króna.