Bæjarráð undrast breytingu á mati á vistunarþörf aldraðra

Bæjarráð Akureyrar undrast mjög breytingu á mati á vistunarþörf aldraðra og hvernig að henni var staðið. Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem fram hafa komið hjá félagsmálaráði og þjónustuhópi aldraðra að með þessum breytingum sé stigið skref aftur á bak í þjónustu við aldraða á svæðinu. Bæjarráð skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu sína og veita starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri undanþágu frá lögunum hvað þetta tiltekna atriði varðar þannig að áfram megi halda að þróa öldrunarþjónustuna á svæðinu í þágu íbúa.

Nýjast