Auglýst eftir sveitarstjóra í Eyjafjarðarveit

Samningur Eyjafjarðarsveitar við Bjarna Kristjánsson sveitarstjóra rennur út í júní í sumar. Arnar Árnason oddviti segir málið í vinnslu, en starfið verði auglýst innan tíðar.  „Þetta var samkomulagsatriði eftir kosningar 2006, að Bjarni yrði starfandi sveitarstjóri í tvö ár og sá tími er liðinn næsta sumar.  Þetta var hugmynd sem kom upp og allir voru sáttir við," segir Arnar.

Nýjast