01. apríl, 2008 - 16:05
Fréttir
Starfsmenn verktakafyrirtækja með efnisflutningabíla, gröfur og önnur vélknúin tæki í rekstri, einkaaðilar í
vörubílarekstri og fleiri hafa safnast saman á plani við Óseyri á Akureyri. Þar er nú mikill fjöldi bíla og tækja að leggja af
stað í hópakstur um bæinn til mótmæla auknum álögum og þá ekki síst eldsneytishækkunum að undanförnu. Einnig eru
þeir að sýna félögum sínum fyrir sunnan stuðning en þeir eru einmitt í hópakstri í miðborg Reykjavíkur þessa
stundina.