Atvinnubílstjórar á Akureyri halda mótmælum áfram

Atvinnubílstjórar og verktakar á Akureyri eru þessa stundina að aka um götur bæjarins á tækjum sínum með tilheyrandi skarkala og flauti en þeir eru annan daginn í röð að mótmæla auknum álögum, m.a. háu eldsneytisverði og vökulögum líkt og kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Í gær voru um 90 tæki í hópakstrinum, að sögn Finns Aðalbjörnssonar verktaka, sem fer fyrir hópnum á stórri dráttarvél sinni og hann sagði að enn fleiri tækju þátt í dag. Finnur sagði menn myndu halda áfram að mótmæla næstu daga ef ástæða væri til.

Nýjast