16. september, 2007 - 10:54
Fréttir
Atvinnuástandið á Akureyri og nágrenni er þokkalegt, að sögn Björns Snæbjörnssonar formanns Einingar-Iðju. Hann sagði að nokkuð væri af ungu fólki á atvinnuleysisskrá en ekki meira en venja er. „Það virðist vera nokkuð gott atvinnuástand og ég hef ekki orðið var við að það skorti starfsfólk eins og reyndin er t.d. á suðvesturhorninu," sagði Björn ennfremur. „Horfurnar eru þokkalegar fyrir veturinn og byggingariðnarðurinn virðist ekkert vera að dala. Það er nú einmitt hann sem hefur verið svona aðal vítamínssprautan undanfarið. Þannig að ég sé ekki miklar breytingar framundan og er frekar bjartsýnn."