23. september, 2007 - 14:31
Fréttir
Ásgeir Pétur Ásgeirsson hefur tekið við starfi dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands eystra frá 1. ágúst sl. til fimm ára. Hann tekur við af Frey Ófeigssyni sem lét af störfum vegna aldurs. Ásgeir Pétur hefur starfað sem dómari á Akureyri í rúmlega 32 ár, fyrst hjá embætti sýslumanns en frá árinu 1985 við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Nýr dómari hefur tekið til starfa á Akureyri, Erlingur Sigtryggsson, sem áður var dómstjóri á Vestfjörðum. Þá kemur nýr aðstoðarmaður dómara til starfa um næstu mánaðamót en það er Einar Ingimundarson.