22. maí, 2008 - 09:03
Fréttir
Ásbjörn Friðriksson handboltakappinn knái úr liði Akureyrar hefur ákveðið að ganga til liðs við FH fyrir næsta tímabil.
Ásbjörn gerði þriggja ára samning við félagið. Ásbjörn lék mjög vel fyrir lið Akureyrar í vetur og skoraði 70
mörk í úrvalsdeildinni.
Ásbjörn sem er tvítugur að aldri hefur leikið nokkra leiki með U20 ára landsliði Íslands. Hann spilar sem miðjumaður en getur leikið allar
stöður útispilara.