Almenn hrifning með menningarhúsið Hof

Menningarhúsið Hof á Akureyri var til sýnis fyrir almenning í gær sunnudag og komu um 200 manns í heimsókn, þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Af öryggisástæðum var farið með gesti inn í bygginguna í hópum og fékk hver hópur leiðsögn um húsið. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarstofu, sem stóð fyrir þessari uppákomu, var almenn hrifning með húsið meðal gesta. Sérstaklega var fólk hrifið af stóra salnum og klæðningunni utan á húsinu. Gengið var um fyrstu hæð menningarhússins og gátu gestir m.a. litið inn í aðalsal hússins, sem kemur til með að rúma 500 manns í sæti. Bíða margir spenntir eftir því komast á tónleika í alvöru tónleikasal.

Nýjast