10. júní, 2008 - 12:27
Fréttir
Það er ekki aðeins á Akureyri sem aðgengi að tjaldsvæðum verður takmarkað næstu daga, því aldurstakmark verður einnig inn
á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla dagana 14. - 18. júní nk.
Þar er miðað við að gestir yngri en 25 ára verði í fylgd foreldra. Tjaldsvæðið verður einnig lokað fyrir nýja gesti frá 12
á miðnætti til kl 8 á morgnana þessa daga. Eins og fram hefur komið og í ljósi reynslu frá dögunum kringum 17. júní
síðustu ár, sem hafa einkennst af ofbeldi og áfengis- og vímuefnaneyslu á tjaldsvæðunum, verður aðgengi stýrt að
tjaldsvæðunum á Akureyri í ár. Einnig verður aukin öryggis- og löggæsla til að tryggja að reglum tjaldsvæðanna sé
framfylgt. Aðgengi er fyrir fjölskyldufólk og miðast við 20 ár fyrir aðra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá tjaldsvæðum
Akureyrar. Tjaldsvæðin eru fjölskyldutjaldsvæði og eru allar umgengis og hegðunarreglur miðaðar við það.