29. maí, 2008 - 16:05
Fréttir
Íbúar á Akureyri telja sig ekki hafa mikil áhrif á ákvarðanir um málefni Akureyrarbæjar á þessu kjörtímabili, ef
marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Akureyrarbæ.
Þar kemur fram að rúmlega 76% telja sig hafa frekar lítil eða mjög lítil áhrif á ákvarðanir um málefni bæjarins,
rúmlega 17% segir hvorki né og aðeins 6% aðspurðra telja sig hafa frekar mikil eða mjög mikil áhrif á gang mála og þar af
sögðust 1,4% hafa mjög mikil áhrif. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. mars til 7. apríl sl. og var um að ræða síma- og
netkönnun. Úrtakið var 1029 manns á Akureyri, 16-75 ára, handhófsvalið úr þjóðskrá og úr viðhorfshópi
Capacent Gallup. Svarhlutfall var 58,8%.