Akureyri hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu leikhléi 16-12. Í seinni hálfleik mættu hins vegar Haukarnir grimmir til leiks og náðu að minnka muninn í eitt mark í stöðunni 18-17. En þá spýttu Akureyringar í lófann og skoruðu næstu 5 mörkin og lokatölur urðu 29-24 Akureyringum í vil.
Ásbjörn Friðriksson var markhæstur í liði Akureyringa með 10 mörk, þar af eitt úr víti. Fannar skoraði 9, Valdimar 4, þar af eitt úr víti, Oddur 3, Eiríkur 2 og Bjarni með 1 mark. Arnar átti fínan leik í markinu í fyrri hálfleiknum og varði 9 skot og þar af eitt vítakast. Um miðjan seinni hálfleikinn kom Elmar með góða innkomu og varði 6 skot og þar af eitt vítakast á því korteri sem hann spilaði.
Næsti leikur liðsins verður á miðvikdaginn en ekki er ljóst hvaða liði það mætir.