03. nóvember, 2007 - 11:49
Fréttir
Ágúst Örn Guðmundsson, 19 ára piltur frá Kópaskeri, var kjörinn Herra Norðurland 2007 í Sjallanum á Akureyri í gærkvöld. Í öðru sæti varð Matthías Örn Friðriksson, 21 árs piltur frá Dalvík og í þriðja sæti Andri Þór Arnarsson, 20 ára Akureyringur. Bergvin Bessason frá Akureyri var valinn Ljósmyndafyrirsæta Pedromynda og akureyri.net. Alls tóku sjö föngulegir piltar þátt í keppninni að þessu sinni, þar af fjórir frá Akureyri.