Akureyrarbær heiðraði í gær þá afreksmenn sem hafa orðið Íslandsmeistarar og/eða komist í landslið á árinu 2007. Athöfnin fór fram í árlegu hófi Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar í Íþróttahöllinni.
Árangur ársins er svo sannarlega glæsilegur, alls áttu Akureyringar 197 Íslandsmeistara á árinu sem er að líða og komu þeir að sjálfsögðu úr hinum ýmsu greinum og frá hinum ýmsu félögum.
Þá var einnig úthlutað styrkjum til félaganna fyrir afreks- og landsliðsmenn sína. Hér að neðan er listi yfir þá styrki sem voru veittir.
Ferðastyrkir vegna landsliðsverkefna á vegum sérsambanda ÍSÍ, kr. 340.000
Styrkir vegna landsliðsmanna aðildarfélaga ÍBA (kr. 15.000,- per einst.), kr. 1.260.000
Samningur við Dagnýju Lindu Kristjánsdóttir, kr. 660.000
Samningur við Írisi Guðmundsdóttir, kr. 150.000
Kvennahandbolti Handboltafélags Akureyrar (Meistaraflokkur), kr. 1.700.000
Kvennaknattspyrna Þór/KA (Meistaraflokkur), kr. 1.700.000
Kvennablak KA (Meistaraflokkur), kr. 500.000
Kvennakörfubolti Þórs (Meistaraflokkur), kr. 250.000
Sundfélagið Óðinn vegna Bryndísar R. Hansen, kr. 75.000
Sundfélagið Óðinn vegna Tómasar L. Halldórssonar, kr. 75.000
Ungmennafélag Akureyrar vegna Bjarka Gíslasonar, kr. 75.000
Skíðafélag Akureyrar vegna Brynjars L. Kristinssonar, kr. 75.000
Skíðafélag Akureyrar vegna Andra Steinþórssonar, kr. 75.000
Knattspyrnufélag Akureyrar vegna Íslandsm. í 3. fl. karla í knattspyrnu kr. 150.000
Íþróttafélagið Þór vegna Íslandsm. í 5. fl. stúlkna í knattspyrnu kr. 100.000
Skautafélag Akureyrar vegna Íslandsm 2. og 4. fl. karla og meistarafl.
kvenna í íshokkí, kr. 150.000
Þá samþykkti stjórn Afreks- og styrktarsjóðs að bjóða Skíðafélagi Akureyrar og Ungmennafélagi Akureyrar styrktarsamninga vegna þeirra Stefáns Jóns Sigurgeirssonar og Bjartmars Örnusonar. Samningarnir eru til eins árs og fela í sér mánaðarlegar greiðslur að upphæð kr. 25.000.