Afkastamikill þjófur á ferð í Innbænum á Akureyri

Tilraun varð gerð til að brjótast inn í Minjasafnið á Akureyri í morgun. Lögreglan handtók tæplega tvítugan karlmann á áttunda tímanum en maðurinn sást á gangi eftir Hafnarstrætinu þar sem hann reyndi að komast inn í bíla. Á manninum fannst GPS-tæki og fleiri hlutir sem talið er að hann hafi stolið. Stuttu eftir að lögreglan hafði hendur í hári mannsins var tilkynnt um stolinn bíl. Maðurinn játaði að hafa stolið bílnum og ekið honum ölvaður. Þá viðurkenndi hann að hafa brotist inn í nokkra bíla og reynt að brjótast inn á Minjasafnið. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nýjast