24. október, 2007 - 10:25
Fréttir
Alls var 62 kaupsamningum vegna húsnæðiskaupa þinglýst á Akureyri í síðasta mánuði. Um var að ræða 28 samninga um íbúðir í fjölbýli, 28 samninga um einbýlishús og 6 samninga um aðrar eignir en íbúðarhús. Alls nam upphæð þessara samninga 1199 milljónum króna og er meðaltalsverð á hverja fasteign þá 19,3 milljónir króna.