Veiddi urriða sem var með minkahvolp í maganum

Hrund Nilima Birgisdóttir, 7 ára veiðigarpur á Akureyri,  landaði urriða úr Ljósavatni á dögunum, sem í sjálfu sér þykir ekki í frásögur færandi. Í maga fisksins var hins vegar minkahvolpur sem þykir aftur mjög sérstakt.  

Birgir Össurason, faðir Hrundar, segir að þau feðgin hafi áður fengið urriða með ýmis konar varning í maganum, andarunga og þess háttar en aldrei minkahvolp. "Afi hennar er minkabóndi og þótti honum þetta ótrúleg saga.  Alla vega, hún krefst þess alltaf að við gerum að aflanum jafnóðum til að sjá hvað þeir éti.  Og í þetta sinn kom minkahvolpur í ljós eins og myndin sýnir," segir Birgir.   

Nýjast