Útvarpsstöðin Voice fagnar tveggja ára afmæli í dag

Útvarpsstöðin Voice á Akureyri er tveggja ára í dag. Nýir eigendur hafa tekið við rekstrinum en þeir Ágúst Örn Pálsson og Heiðar Brynjarsson keyptu stöðina þann 1. maí sl. Ágúst sagði að reksturinn gengi vel og mun betur en þeir félagar þorðu að vona en tekjur stöðvarinnar koma af auglýsingum. Voice sendir út allan sólarhringinn, dagskrá frá morgni til kvöld og svo er leikinn tónlist á öldum ljósvakans yfir nóttina. Alls koma 12 manns að dagkrárgerð á stöðinni. Stærsti hlustendahópurinn er frá fermingaraldri og yfir þrítugt og útsendingarsvæðið nær um Akureyri og allra næsta nágrenni. Ágúst sagði að hlustun á stöðina hafi verið góð og hann finnur fyrir því að hún sé að aukast.

Ágúst sagði að ýmsar hugmyndir um breytingar væru á borðinu og einnig að hugmyndin væri að stækka útsendingarsvæðið og er þá horft til Eyjafjarðarsvæðisins alls og jafnvel yfir í Þingeyjarsýslu. "Við höfum verið með viðburðaþjónustu og stefnum að því að ná enn betri tengingu við bæjarbúa, m.a. með því að að fá þá til að  hringja inn. Við erum jafnframt að víkka út starfsemina og tökum að okkur vefsíðugerð fyrir alla þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda," sagði Ágúst.

Nýjast