Útisamkomur í þéttbýli hafa skapað mjög neikvæða umfjöllun

"Það kom mér vissulega  á óvart að lesa greinina "Bless Akureyri", þar sem vegið er að bæjarstjóra  og Akureyrarstofu . Við sem störfum með sveitarfélögunum og Akureyrarstofu hrökkvum eðlilega við. Yfirlýsinar eins og að: "Vekja upp frá dauðum" "Ganga frá einhverju dauðu" og  "Koma að lokuðum dyrum", eru einfaldlega rangar og hitta ekki í mark," segir Kjartan Lárusson forstöðumaður Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.  

"Ég hef alltaf talið að "Vinir Akureyrar" væru góð og þarfleg samtök og geri enn. Það er því mikilvægt að það komi skýrt fram hvort þessar yfirlýsingar Braga Bergmann eru sagðar fyrir hönd samtakanna. Því verður hins vegar ekki mótmælt að útisamkomur í þéttbýli  eins og " Halló Akureyri" , Ein með öllu" og nú síðast "Bíladagar", hafa skapað mjög neikvæða umfjöllun og vega að vissu leyti að ímynd Norðurlands.  Því verður vart neitað að þróun æskulýðsmála undanfarin ár  hafa að þessu leyti farið úr böndunum."

Kjartan segir að hagsmunir ferðaþjónustunnar á svæðinu eigi ekki þá samleið með útihátíðum sem að var stefnt. Vinum Norðurlands beri að standa saman um breytta umgjörð útihátíða í framtíðinni enda Akureyri hluti Norðurlands og ber skylda til að huga að því að þar fara hagsmunir margra annarra sveitarfélaga í senn. Ólæti , sóðaskapur , óöryggi  og ónæði fyrir ferðamenn og heimamenn á svæðinu er ástand sem hvorugur hópurinn sættir sig við," segir Kjartan.

Hann segir að vænlegasta leiðin sé að allir sem vilja  Norðurlandi vel , sameinist um að taka á þessu máli og standa vörð um  ímynd þessa fallega  g náttúrvæna svæðis. "Stöndum saman um að tryggja ferðamönnum sem heimsækja okkur ánægjulega  ferð og dvöl á Norðurlandi. Munum að líta á svæðið sömu augum og  gestirnir, sem eina heild náttúrufegurðar og  heillandi mannífs , það eru hagsmunir okkar ferðaþjónustu til lengri tíma litið."

Nýjast