"Almennt er útgerðin í endurskoðun og endurskipulagningu vegna hækkandi olíuverðs og minnkandi aflaheimilda," segir Ágúst Torfi. Hann segir að í vinnslum félagsins á Akureyri og Grenivík hafi verið leitast við að draga úr áhrifum aflasamdráttar með því að nálgast hráefni á fiskmörkuðum auk þess sem skip félagsins, Brimnes RE-27, veiddi síðastliðinn vetur umtalsvert magn í Barentshafi til áframhaldandi vinnslu.