Framkvæmdaráð leggur því áherslu á að það fjármagn sem Vegagerðin áætlar í vegaáætlun 2008, fari í gerð undirganganna að viðbættu því fjármagni sem nauðsynlegt er til að ljúka gerð undirganganna á árinu 2009. Ráðið fól deildarstjóra framkvæmdadeildar að senda erindi þess efnis til Vegagerðarinnar og beinir því jafnframt til bæjarráðs að þrýsta á um að fjármagn fáist frá Vegagerðinni til verksins.