Undirgöng undir Hörgárbraut forgangsverkefni

Vegna vinnu við framtíðarskipulag Akureyrarvallar telur framkvæmdaráð rétt að frestað verði framkvæmdum við gatnamót Grænugötu þar sem þau tengjast framtíðarskipulagi vallarins. Að mati ráðsins eru undirgöng undir Hörgárbraut / þjóðveg 1 forgangsverkefni sem beri að fara í hið fyrsta.

Framkvæmdaráð leggur því áherslu á að það fjármagn sem Vegagerðin áætlar í vegaáætlun 2008, fari í gerð undirganganna að viðbættu því fjármagni sem nauðsynlegt er til að ljúka gerð undirganganna á árinu 2009.  Ráðið fól deildarstjóra framkvæmdadeildar að senda erindi þess efnis til Vegagerðarinnar og beinir því jafnframt til bæjarráðs að þrýsta á um að fjármagn fáist frá Vegagerðinni til verksins.

Nýjast