Til styrktar Myndlistaskólanum

Á morgun, fimmtudag verða haldnir styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri vegna brunans sem varð í húsnæði hans 27. júní síðastliðinn. Nú stendur yfir svokallað "þögult uppboð" á listaverkum en fólki gefst síðan kostur á að bjóða enn betur á tónleikum sem haldnir verða annað kvöld.  Þögult uppboð fer þannig fram að myndlistaverkin eru til sýnis í Marínu við Strandgötu og ef fólk vill bjóða í verk þá skráir það sig á sérstakt blað og fær númer. Síðan skráir það númer og upphæð á annað blað og setur í bauk við viðkomandi verk. Á styrktartónleikunum á fimmtudagskvöld verður síðan reynt að fá ennþá hærri uppboð í verkin með hefðbundnu uppboði en ef það tekst ekki þá fær sá verkið sem bauð í það á "þögla uppboðinu". Listaverkin verða öll merkt með lágmarksuppboðsverði.

Opnaður hefur verið styrktarreikningur þar sem fólk getur lagt inn frjáls framlög til söfunarinnar. Númer reikningsins er 0565-14-400044 og kennitalan er 550978-0409.

Dagskráin er svohljóðandi:    

Miðvikudagur 9. júlí kl. 9-18: Þögult uppboð opið.

Fimmtudagur 10. júlí kl. 9-20: Þögult uppboð opið.

Fimmtudagur 10. júlí kl. 20: Styrktarsónleikar og framhaldsuppboð á Marínu. Nýir eigendur geta nálgast verkin. Kynnir: Júlíus Júlíusson. Aðgangseyrir 2.000 krónur.

Verk á uppboðinu eiga: Jónas Viðar; Hlynur Halls; Rannveig Helgadóttir; Stefán Boulder; Dagrún og Lína á Dalí gallery; Inga Björk Harðardóttir; Margreir Sigurðsson; Og mun fleiri...

Tónlist:  Hvanndalsbræður; Hundur í óskilum; Pálmi Gunnars (og co); (pönk)listamaðurinn Blái Hnefinn/Gwendr- ;Silja, Rósa og Axel úr Wake Me Up söngleiknum

Nýjast