Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur á Akureyri

Þrír voru fluttir á slysadeild FSA eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu um kl. 19.00 í kvöld. Annar bílanna var á leið suður Glerárgötu þegar bíll á leið frá Gránufélagsgötu ók inn hlið hans á gatnamótunum. Talið er meiðsli þeirra sem slösuðust hafi verið minniháttar en bílarnir eru mikið skemmdir.

Nýjast