Þór/KA og Þór sigruðu bæði

Þór/KA og Þór sigruðu bæði sína leiki í gær í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu og 1. deild karla. Þór/KA stelpur sigruðu HK/Víking 0-2 með mörkum frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur og Rakel Hönnudóttir. Þetta var fyrsti sigur liðsins í sumar. Þór lagði Leikni með þremur mörkum gegn tveimur. Ibra Jagne, Ármann Pétur Ævarsson og Hreinn Hringsson skoruðu mörk Þórs manna.

Nýjast