25. júlí, 2008 - 11:25
Fréttir
Þór/KA hefur fengið til liðs við sig slóvenska landsliðskonu, Alenu Miljkovic, fyrir seinni hluta baráttunnar í Landsbankadeild kvenna í
knattspyrnu. Alena, sem er tvítug að aldri, spilar sem miðjumaður og er væntanleg til Akureyrar á sunnudaginn og verður því orðin lögleg
fyrir leik Þórs/KA gegn HK/Víkingi á Akureyrarvelli nk. þriðjudag þann 29. júlí.
Alena lék síðast með liði Pomurjeb í Ungverjalandi sem er sama félag og Mateja Zver, sem kom til félagsins í síðustu viku,
lék með. Þær stöllur ættu því að þekkjast nokkuð vel.