Þór og KA mætast í minningarleik um Guðmund Sigurbjörnsson

Á morgun sunnudaginn 4. maí, kl.14:00 fer fram minningarleikur um Guðmund Sigurbjörnsson fyrrum formann Íþróttafélagsins Þórs og hafnarstjóra á Akureyri. Knattspyrnulið Þórs og KA mætast í Boganum og er aðgangur er ókeypis. Guðmundur var öflugur liðsmaður í Þór og vann um árabil ýmis störf fyrir félagið, m.a. sem formaður knattspyrnudeildar og formaður aðalstjórnar Guðmundur, sem var fæddur árið 1949, lést úr krabbameini árið 1998, langt fyrir aldur fram. Það verður mikið um að vera í kringum minningarleikinn á sunnudag, Jónsi í Svörtum fötum tekur lagið fyrir gesti og þá mun einn heppinn áhorfandi hreppa ferð fyrir tvo á leik Tottenham og Liverpool þann 11. maí nk. Heiðursgestur á leiknum verður Stefán Gunnlaugsson, sem nýverið var kjörinn formaður KA á nýjan leik. Það er fjölskylda Guðmundar sem sér alfarið um fjármögnun og skipulagningu þessa leiks með góðum stuðningi styrktaraðila. 

Nýjast