Tap hjá Magna

Magni náði ekki að fylgja eftir góðum sigri sínum á Hvöt í síðustu umferð 2. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu þegar þeir töpuðu á heimavelli gegn ÍR um helgina. Lokatölur á Grenivíkurvelli 3-1 sigur ÍR eftir að heimamenn höfðu náð forystunni snemma í leiknum. Mark Magna skoraði Laszlo Szilagyi.

Eftir sjö umferðir situr Magni á botni deildarinnar með þrjú stig.

Nýjast