Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en lítið var um marktækifæri. Það dró til tíðinda þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum en þá fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu. Aron Már Smárason fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi og kom gestunum yfir. Ármann Pétur Ævarsson var nálægt því að jafna metin fyrir Þór aðeins mínútu síðar en skaut boltanum rétt framhjá úr ágætis færi. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Jóhann Helgi Hannesson beint rautt spjald og var vikið af velli, ekki sást nákvæmlega hvað hafði átt sér stað en svo virðist sem einhverjar deilur hafi átt sér stað milli hans og eins leikmanns gestanna. Heimamenn því einum færri það sem eftir lifði leiks. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Njarðvíkinga og útlitið hreint ekki bjart fyrir Þór, einu marki undir og einum manni færri.
Þórsarar eru hinsvegar ekki þekktir fyrir að gefast upp og byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti. Gestirnir voru hinsvegar nálægt því að komast tveimur mörkum yfir þegar þeir áttu skot í þverslánna á 64. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Þórsarar dæmda vítaspyrnu. Aleksandar Linta tók spyrnuna og skoraði örugglega og jafnaði metin fyrir Þór, 1-1. Á 80. mínútu fengu heimamenn sína aðra vítaspyrnu dæmda og þá þriðju í leiknum. Ármann Pétur Ævarsson fór á vítapunktinn, lét verja frá sér, en náði frákastinu og kom boltanum í netið og heimamenn komnir yfir, 2-1. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Ármann Pétur Ævarsson sendingu frá Einar Sigþórssyni og tók sprettinn, lék á markvörð Njarðvíkinga og lagði boltann í autt markið. Lokatölur á Akureyrarvelli 3-1 sigur Þórs.
Eftir leikinn hefur Þór 12 stig og er í komið upp í sjöunda sæti deildarinnar.