Rakel Hönnudóttir í úrvalsliði fyrstu sex umferða

Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Þór/KA var valin í úrvalslið fyrstu sex umferða í Landsbankadeild kvenna nú á dögunum en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. Þá fékk Rakel einnig viðurkenningu sem annar af tveimur bestu framherjunum þessar fyrstu umferðir en hinn framherjinn er Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val. Besti leikmaðurinn var hins vegar valin Dóra María Lárusdóttir úr Val.  

Nýjast