Baldvin H. Sigurðsson og Jóhannes G. Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu bæjarráðs. Nýlega sendi Eining-Iðja bréf til allra sveitarfélaga á félagssvæðinu þar sem óskað var eftir því að viðkomandi sveitarfélag greiði öllum starfsmönnum sínum ákveðna eingreiðslu. Slíkt bréf var þó ekki sent til Fjallabyggðar því sveitarfélagið hafði upp á sitt einsdæmi samþykkt slíkar greiðslur til handa öllum fastráðnum starfsmönnum sínum og á hrós skilið fyrir það, segir á vef Einingar-Iðju. Á undanförnum mánuðum hafa fjölmörg sveitarfélög í landinu gert slíkt fyrir starfsmenn sína, nú síðast í Fjallabyggð, eins og áður segir, og fengu starfmenn slíka greiðslu þann 1. júlí sl. vegna góðrar afkomu sveitarfélagsins.
Dalvík sagði nei
Bæjarráð Dalvíkurbyggðar tók bréf félagsins fyrir á fundi sínum þann 10. júlí sl. og var erindinu hafnað. Því miður sér sveitarfélagið sér ekki fært um að umbuna starfsmönnum sínum á sama hátt og Fjallabyggð gerði, segir ennfremur á vef félagsins.