Óðinn Ásgeirsson körfuboltamaðurinn sterki úr Þór, hefur gefið það út að hann hafi engan áhuga á að fara frá félaginu og mun ekki hlusta á nein tilboð frá öðrum félögum. Samkvæmt heimildum Vikudags hafa nokkur lið að sunnan sett sig í samband við Óðinn og freistað þess að fá hann til liðs við sig. En Óðinn er fastur fyrir og segist hvergi annarsstaðar vilja vera, hann sé búin að prófa að spila fyrir sunnan og segist hann ennfremur búast við að enda ferilinn hjá Þór.
Óðinn stóð sig vel á nýliðnum vetri hjá Þór og var með 15, 1 stig að meðaltali í leik í og tók að meðaltali 7, 0 fráköst. Það er því gríðarlegt fagnaðarefni fyrir Þór að þessi snjalli körfuboltamaður vilji halda tryggð við sitt félag.