Sundfélagið Óðinn á Akureyri endaði í 4. sæti í stigakeppni félaga
á Aldursflokkameistaramóti Íslands ( AMÍ ) sem haldið var í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Sundfólkið stóð sig
frábærlega en 26 krakkar kepptu fyrir hönd Óðins og féllu alls 39 Akureyrarmet á mótinu. Þá vann Elín Erla
Káradóttir sér inn þátttökurétt á Norðurlandamóti æskunnar sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar.
Óðinn vann alls 15 aldursflokkameistaratitla í einstaklingsgreinum á mótinu. Þeir Arnór Ingi Hansen, Tómas Leó Halldórsson og Einar
Helgi Guðlaugsson unnu allir í aldursflokki 17-18 ára, Bryndís Rún Hansen í flokki 15-16 ára, Halldóra Sigríður
Halldórsdóttir, Elín Erla Káradóttir og Freysteinn Viðar Viðarsson í flokki 13-14 ára og Júlía Rún
Rósbergsdóttir í flokki 12 ára og yngri.
Í boðsundum bættust við Svavar Skúli Stefánsson í flokki 17-18 ára, Karen
Konráðsdóttir og Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir í flokki 13-14 ára. Aðrir verðlaunahafar Óðins ýmist í
einstaklingsgreinum og/eða í boðsundum voru Erla Hrönn Unnsteinsdóttir í flokki 15-16 ára, Arna Björg Jónasardóttir, Baldur
Þór Finnsson, Oddur Viðar Malmquist og Þorsteinn Stefánsson í flokki 13-14 ára og Valgeir Hugi Halldórsson og Kári Ármannsson í
flokki 12 ára og yngri.
Heildarumferð ársins 2025 á milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar var 846.918 ferðir sem jafngildir 2.320 ferðum að meðaltali á dag. Þetta er aukning um 7,6% á milli ára. Ársaukning á ferðum í gegnum göngin var 3,3% en 22% um Víkurskarð. Hlutfall umferðar um göngin var 74% en var 77% árið 2024.
Svalbarðsstrandarhreppur fékk nýverið afhent iðnaðarhús í Borgartúni. Kaupin eru hluti af heildstæðri framtíðarsýn um betri nýtingu húsnæðis og markvissa uppbyggingu þjónustu sveitarfélagsins.
Þórhallur Jónsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér í 2-3 sæti í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningarnar n.k vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla og er svohljóðandi:.
Níu nemendur brautskráðust frá MA í lok haustannar. Sjö þeirra voru við brautskráningu í dag, 9. janúar, en tvær stúlkur voru flognar af landi brott. Athöfnin var á Miðsal í Gamla skóla þar sem útsýnið var fagurt á þessum fallega vetrardegi. Skólameistari flutti stutt ávarp og Íris Ísafold konsertmeistari skólans spilaði tvö lög.
Það fór ekki framhjá neinum að desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið.