Sundfélagið Óðinn á Akureyri endaði í 4. sæti í stigakeppni félaga
á Aldursflokkameistaramóti Íslands ( AMÍ ) sem haldið var í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Sundfólkið stóð sig
frábærlega en 26 krakkar kepptu fyrir hönd Óðins og féllu alls 39 Akureyrarmet á mótinu. Þá vann Elín Erla
Káradóttir sér inn þátttökurétt á Norðurlandamóti æskunnar sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar.
Óðinn vann alls 15 aldursflokkameistaratitla í einstaklingsgreinum á mótinu. Þeir Arnór Ingi Hansen, Tómas Leó Halldórsson og Einar
Helgi Guðlaugsson unnu allir í aldursflokki 17-18 ára, Bryndís Rún Hansen í flokki 15-16 ára, Halldóra Sigríður
Halldórsdóttir, Elín Erla Káradóttir og Freysteinn Viðar Viðarsson í flokki 13-14 ára og Júlía Rún
Rósbergsdóttir í flokki 12 ára og yngri.
Í boðsundum bættust við Svavar Skúli Stefánsson í flokki 17-18 ára, Karen
Konráðsdóttir og Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir í flokki 13-14 ára. Aðrir verðlaunahafar Óðins ýmist í
einstaklingsgreinum og/eða í boðsundum voru Erla Hrönn Unnsteinsdóttir í flokki 15-16 ára, Arna Björg Jónasardóttir, Baldur
Þór Finnsson, Oddur Viðar Malmquist og Þorsteinn Stefánsson í flokki 13-14 ára og Valgeir Hugi Halldórsson og Kári Ármannsson í
flokki 12 ára og yngri.
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti 5 ár.
Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.
Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.
Nemendur í 6. bekk grunnskóla Akureyrarbæjar fara á haustdögum í vettvangsferð á sjó á Húna II EA 740. Það eru Hollvinir Húna II sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fræðslusvið Akureyrarbæjar.
Ásta Fönn Flosadóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara VMA og mun hún hefja störf með haustinu. Ásta var einn fimm umsækjenda um stöðuna, ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði um hæfni.
Nokkuð hefur verið fjallað um núvitund og það að allir þurfi að ná tökum á þessar aðferð til að slaka á og núllstilla sig. Stress er fylgifiskur nútíma lífs og stundum verður það svo mikið að fólk hreinlega veikist. Án þess að vera sérstakur sérfræðingur í núvitund hefur mér skilist að galdurinn sé að vera hér og nú, í augnablikinu.
„Nýnemadagar eru einn af mínum uppáhalds dögum hér í HA. Það er alltaf svo mikil tilhlökkun í loftinu, bæði hjá okkur sem erum fyrir og hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu geggjaða samfélagi. Ég man sjálf vel hversu spennandi það var að byrja hér og hvað það skipti mig miklu að finna strax fyrir hlýjunni og samheldninni sem einkennir HA,“ segir Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri um næstu viku.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er kveðið á um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Heimsókn Ursulu von der Leyen til Íslands hefur endurvakið umræðuna um Evrópumál sem hefur tekið talsvert pláss á hinum ýmsu miðlum. Undirrituðum sýnist sem svo að kosningabaráttan fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu sé farin á fullt, ekki síst fyrir tilstuðlan minnihlutans á þingi sem hefur þó hingað til verið alfarið andvígur því að þjóðin fái að segja sitt í þessu mikilvæga máli.
Óskað hefur verið eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Gránufélagsgötu 45 á Akureyri. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á lóðinni allt að fimm hæða íbúðarhús fyrir um 25 íbúðir á bilinu 45-70 fm.