Ný stjórn mynduð hjá Akureyri Handboltafélag

Ný stjórn hjá Akureyri Handboltafélag var mynduð í síðustu viku og nú þegar er hafinn undirbúningur fyrir haustið. Stjórnina skipa þeir Atli Ragnarsson formaður, Gestur Einarsson varaformaður, Alex Björn Bulow gjaldkeri og meðstjórnendur eru Ingólfur Samúelsson og Stefán Jóhannsson. Þá munu formenn KA og Þórs þeir Stefán Gunnlaugsson og Sigfús Helgason taka þátt í starfinu auk þess sem Hannes Karlsson og Örn Óskarsson úr fyrri stjórn munu starfa áfram við fjáröflun að fullu.

Gestur Einarsson varaformaður segir viðræður nú þegar vera hafnar við þjálfara og leikmenn liðsins um áframhaldandi þátttöku. “Við erum nú þegar í viðræðum við þjálfarann ( Rúnar Sigtryggsson ) og það gengur bara vel,” segir Gestur. Ekki hefur tekist að ræða við alla leikmenn liðsins en það verður gert hið fyrsta. “Það er allt komið á fullt og menn eru bara jákvæðir og ætla að gera það besta í stöðunni,” segir Gestur að lokum.

Nýjast