„Þetta er fjórða árið sem Nettó og Fiskidagurinn mikli eru í svona samstarfi og hefur það gengið mjög vel öll árin. Ljóst er að þessi hátíð hefur skapað sér sess sem ein af aðal viðburðum í ferðaþjónustunni á Íslandi og við erum stoltir af þessu samstarfi," segir Kjartan Már Kjartansson staðgengill framkvæmdastjóra Samkaupa hf., sem rekur Nettó verslanirnar.
Að sögn Júlíusar Júlíussonar framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla eru Fiskidagsmenn afar ánægðir með að hafa Nettó sem einn af aðalstyrktaraðilunum. "Nettó er mikilvægur hlekkur í því að við getum haldið svo glæsilega hátíð sem raun ber vitni," sagði Júlíus og bætti við að hann yrði jafnframt að nefna góða þjónustu og einstaka lipurð þeirra Nettó manna.
Allt meðlæti dagsins er í boði Nettó eins og áður sem og önnur aðföng sem notuð eru. Fiskidagurinn Mikli hefur verið haldin síðastliðin sjö ár og hefur vaxið á hverju ári. Fiskverkendur og styrktaraðilar hafa boði öllum gestum og gangandi í mat. Markmiðið með deginum hefur verið að fá fólk til að koma saman, borða fisk og eyða góðum degi saman. Samtals hafa um 160.000 manns heimsótt daginn frá upphafi. Allt er ókeypis þennan dag og fjölbreytt og vönduð dagskrá hefur prýtt daginn.