Misjöfn laun ungmenna í Vinnuskólum

Nýlega gerði Afl Starfsgreinafélag á Austurlandi lauslega könnun á þeim launum sem 14, 15 og 16 ára börn og unglingar fá fyrir vinnuframlag sitt hjá sveitafélögum.  

Í niðurstöðunum kom m.a. fram að umtalsverður munur virðist vera þar á og  ekki virðast vera sömu viðmiðanir hjá sveitarfélögunum þegar þessi laun eru reiknuð. Eining-Iðja ákvað að skoða þessi mál á nokkrum stöðum í Eyjafirði og eins og hjá Afli voru launatölur fengnar af heimasíðum sveitafélaganna og frá launafulltrúum þeirra sem ekki hafa þessar upplýsingar á heimasíðum sínum.

Í töflunni hér fyrir neðan eru bæði tölur frá Einingu-Iðju og Afli Starfsgreinafélagi, sem veitti góðfúslegt leyfi til að nota þær, segir á vef Einingar-Iðju. Sveitarfélögum er raðað eftir því hverjir borga best og er þá miðað við aldursflokkinn 16 ára. Því miður virðast flest sveitarfélög í Eyjafirði vera neðarlega, nema þá Grýtubakkahreppur sem trónir á toppi listans en þar fá 16 ára ungmenni greitt 20% álag fyrir slátt með orfi. Sveitarfélög ákveða sjálf laun fyrir þessi ungmenni, en skv. túlkun Launanefndar sveitarfélaga (LN) falla vinnuskólar sveitarfélaga ekki undir kjarasamninga stéttarfélaga, enda sé um að ræða sambland af vinnu og námi og að ungmennin séu yngri en 16 ára. Þrátt fyrir það virðast sveitarfélögin vera að setja 16 ára ungmennin undir flokkinn Vinnuskóli.

Sem viðmiðunarkaup var tekinn launaflokkur 115 (dagvinna þegar eingöngu er ráðið í tímavinnu), 1. þrep, í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við SGS, sem er lægsti flokkur sem notaður er hjá sveitarfélögum. Ákveðið var að nota taxta þar sem búið var að setja inn orlof og miðast allar prósentutölur út frá því.

Viðmiðunarkaup í taxta án orlofs

838,97 kr.

Viðmiðunarkaup í taxta með orlofi

924,29 kr.

Greitt kaup, 10,17% orlof er innifalið

Hlutfall af viðmiðunarlaunum með orlofi

Grýtubakkahreppur

 

16 ára

731,88 kr.

79,18%

15 ára

480,94 kr.

52,03%

14 ára

416,81 kr.

45,10%

Greitt er 20% álag fyrir slátt m. orfi. (eingöngu 16 ára slá m. orfi)

Fjarðabyggð

16 ára

705,72 kr.

76,35%

15 ára

557,15 kr.

60,28%

14 ára

482,86 kr.

52,24%

Ísafjarðarbær

16 ára

702,16 kr.

75,97%

15 ára

585,13 kr.

63,31%

14 ára

507,11 kr.

54,86%

Fljótsdalshérað

16 ára

693,00 kr.

74,98%

15 ára

485,00 kr.

52,47%

14 ára

416,00 kr.

45,01%

Höfn

16 ára

638,60 kr.

69,09%

15 ára

504,16 kr.

54,55%

14 ára

436,94 kr.

47,27%

Seyðisfjörður

16 ára

632,00 kr.

68,38%

15 ára

527,00 kr.

57,02%

14 ára

457,00 kr.

49,44%

Vopnafjörður

16 ára

623,31 kr.

67,44%

15 ára

456,51 kr.

49,39%

14 ára

389,79 kr.

42,17%

Dalvík

16 ára

577,00 kr.

62,43%

15 ára

481,00 kr.

52,04%

14 ára

417,00 kr.

45,12%

Eyjafjarðarsveit

16 ára

557,13 kr.

60,28%

15 ára

455,00 kr.

49,23%

14 ára

397,16 kr.

42,97%

Hörgárbyggð og Arnarnesbyggð

16 ára

539,00 kr.

58,32%

15 ára

410,00 kr.

44,36%

14 ára

359,00 kr.

38,84%

Akureyri

16 ára

539,00 kr.

58,32%

15 ára

410,00 kr.

44,36%

14 ára

359,00 kr.

38,84%

Fjallabyggð

16 ára

529,00 kr.

57,23%

15 ára

381,00 kr.

41,22%

14 ára

327,00 kr.

35,38%

Munur á hæsta og lægsta kaupi

16 ára

202,88 kr.

15 ára

204,13 kr.

14 ára

180,11 kr.

Nýjast