Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfi á staðnum. Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Fjórir voru teknir með neysluskammta af fíkniefnum á sér. Í öllum tilfellum var það fíkniefnahundur lögreglunnar sem fann efnin á fólkinu. Í einu tilfellinu fannst efni á manni sem var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn en í hinum tilfellunum fundust efnin á við eftirlit lögreglu í miðbæ Akureyrar. Talsverð ölvun var í miðbæ Akureyrar og margt fólk þar fram undir morgun. Sjö máttu gista fangageymslur lögreglunnar fyrir ölvun og óspektir. Fjórar líkamsárásir komu til kasta lögreglu en allar án meiriháttar meiðsla.
Gott ástand var á tjaldstæðunum og þurfti lögreglan lítil afskipti að hafa af gestum þar. Ekki reyndist nauðsynlegt að hafa lögregluvakt á tjaldstæðinu á Hömrum og enginn útihátíðarbragur var þar eins og verið hefur undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum lögreglu.