Mikið að gera á fæðingardeild FSA í sumar

Nú í vikunni voru fæðingar á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri orðnar 234 talsins, en raunar stóðu yfir tvær fæðingar þegar Vikudagur hafði samband við deildina.  Börnin sem fæðst hafa eru eitlítið fleiri, eitthvað hefur verið um tvíburafæðingar í ár en tölur um fjölda barna lágu ekki fyrir.  

Á sama tíma í fyrra höfðu fæðingar verið 251 talsins, en samkvæmt upplýsingum frá deildinni segir það ekki endilega til um að fæðingar verði færri í ár en í fyrra.  Sveiflur eru nokkrar á milli mánaða, en mikið hefur verið að gera á deildinni í sumar, bæði í júní og eins í júlí og fjöldi fæðinga mikill.  Konur koma víða að til að eignast börn sín á deildinni, m.a. að austan, af öllu Norðurlandi og eins vestan Akureyrar, frá Húnavatnssýslum og Skagafirði.

Nýjast