Margrét mun leiða hóp hagsmunaaðila sem standa saman að því að bjóða til fjölskylduhátíðar í bænum. Markmiðið er að bjóða upp á ljúfa og skemmtilega hátíð og tengja hana sögu og bæjarbrag á Akureyri í ríkari mæli en verið hefur. Margrét er að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum um árabil hefur jafnframt komið að skipulagningu ýmissa viðburða í gegnum tíðina. Margrét hefur strax störf við skipulagninguna í samvinnu við Akureyrarstofu og fjölmarga aðila í athafnalífi á Akureyri, fyrirtæki, félög og einstaklinga