Magni með óvæntan sigur

Magni frá Grenivík vann góðan sigur á Víði í Garði á heimavelli sínum í níundu umferð 2. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um síðustu helgi. Lokatölur á Grenivíkurvelli 3-1 sigur heimamanna. Mörk Magna skoruðu þeir Eiríkur Aðalsteinsson, Ingvar Már Gíslason og Jónas Friðriksson.

 

Nokkuð óvæntur sigur heimamanna í ljósi þess að Víðir hefur verið í toppbaráttunni í deildinni það sem af er sumri á meðan Magni hefur verið að berjast á botninum. Eftir sigurinn er Magni hinsvegar kominn í áttunda sæti deildarinnar með níu stig.

Nýjast