Magni gerði jafntefli

Magni frá Grenivík gerði jafntefli við Tindastól á útivelli í 12. umferð 2. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu sl. föstudag. Lokatölur á Sauðárkróksvelli, 1-1. Mark Magna skoraði Atli Rúnarsson, þjálfari og markvörður liðsins, þegar hann skoraði glæsilega beint úr aukaspyrnu frá sínum eigin vallarhelmingi.

Eftir leikinn er Magni kominn í fjórða sætið í deildinni með 16 stig og klífur hratt upp stigatöfluna.

Nýjast