19. maí, 2008 - 11:39
Fréttir
Lús hefur komið upp í Glerárskóla en það virðist vera regla frekar undantekning að þessi ófögnuður skjóti upp kollinum
í einhverjum af grunnskólum bæjarins á hverju skólaári.
Þegar lús kemur upp þurfa foreldrar og eða forráðamenn að fylgjast reglulega með hári barna sinna og er þar bæði átt við
nemendur yngri og eldri bekkjadeilda. Skoða þarf hárið vel undir sterku ljósi, nota skal sérstaka lúsakamba og ef lús eða nit finnst er
það ótvírætt merki um smit og þarfnast meðhöndlunar með sérstöku lúsameðali sem fæst án lyfseðils í
lyfjaverslunum. Þá þarf að kemba hárið daglega í 10-14 daga, eins og segir m.a. í tilkynningu frá hjúkrunarfræðingi
skólans.