Magni náði loksins að fá sín fyrstu stig í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu þegar liðið lagði Hvöt á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Gunnar Jósteinsson og Símon Símonarson skoruðu mörk Magna í leiknum.
Gríðarlega mikilvægur sigur hjá liði Magna og ætti sigurinn að hleypa sjálfstrausti í hópinn. Liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex leiki.